Archive for febrúar, 2009

Að drepast úr þreytu á flugvöllinum(flugvellinum) í Dubai

febrúar 25, 2009

Við erum lagðir af stað…búnir að ferðast í 16 klst sirka. Við verðum í mánuð í burtu, það er slatti. Ég verð að viðurkenna að ég held að ég hafi aldrei verið jafn þreyttur á ævi minni enda fáranlega margt búið að gerast sem verður líst í ítarlegri færslu á morgun.
Okkur Rúnari semur líka frekar vel. En það vill svo til að við eigum báðir afmæli í júlí og tilheyrum því krabbastjörnumerkinu. 

Skv. mbl.is þá er …krabbinn trygglyndur, tilfinninganæmur og viðkvæmur og vill vernda aðra og hlú að þeim. Krabbar eru miklir fjölskyldumenn og líður yfirleitt best heima, innan um ættingja og nána vini ….en þeir eru líka auðsærðir og spéhræddir og gleyma aldrei því sem gert er á hluta þeirra…

Eins gott að við rífumst ekki, ekkert jafn ósjarmerandi og tveir tilfinningakrabbar að rífast í mánuð, en svolítið skondið engu að síður. En við sjáum hvað setur….
Ég get eiginlega ekki bloggað mikið lengur…ætla að leggja mig á flugvallargólfinu…

Heyrumst

við mælum með:
http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2009/02/24/bera_saman_island_og_uganda/

Fyrsta færslan!!!

febrúar 18, 2009

Þá er allt að vera klárt fyrir ferðina til Úganda. Rúnar Ingi var að klára að taka kólerulyfið sitt í kvöld og malaríutöflurnar ættu að koma á morgun.
Allt að vera klappað og klárt og við erum búnir að ráða starfsmann til þess að aðstoða okkur þegar við erum staddir í Úganda.

Þetta verður snilld!

-Garðar